Heilagur IGNUcius

Blessuð sé tölva þín, barnið mitt.Þessi fallegi maður heitir Richard Stallman. Hann er ekki bara fallegur að utan, fegurð hans hið innra er ekki síður björt og skær. Hann er dýrlingur og prestur Emacs söfnuðarins, sem kenndur er við Emacs ritilinn sem Stallman forritaði ungur. Richard Stallman er Heilagur IGNUcius. Trúarjátning  Emacs kirkjunnar hljómar svofelldlega:

"Ekkert er kerfi nema GNU og Linux er einn af kjörnum þess"

Til þess að ganga í Emacs söfnuðinn þarf að fara með trúarjátninguna þrisvar.

Trúmenn geta átt von á verulegum og undraskjótum frama innan söfnuðarins. Til að fá dýrlingsnafnbót þarf lifa lífi hreinleika, sem þýðir ekki skírlífi (feginsandvörp hljóma), heldur að hafa á tölvu sinni stýrikerfi sem er Frjáls hugbúnaður. GNU/Linux er gott dæmi um slíkt stýrikerfi. Síðan ber  dýrlingi að halda tölvunni í standi hreinleika með því að innsetja aldrei nokkurn hugbúnað sem ekki er Frjáls.  

Gakktu í Emacs söfnuðinn! Einnig þú getur orðið dýrlingur!


Því hefur stundum verið haldið fram að Heilagur IGNUcius sé með gamlan tölvudisk á hausnum á mynd þeirri, er hér fylgir, en það er lygi! Þetta er enginn tölvudiskur, þetta er geislabaugur. Hann var reyndar tölvudiskur í fyrra lífi. Því miður liggur ekki fyrir úr hvers konar tölvu diskurinn er upprunalega, eða hvaða gögn hann geymdi, en eitt er víst: Á honum er alls engan ófrjálsan hugbúnað að finna.

Auk dýrlinga býður Emacs kirkjan upp á Sálm: Frjálsa hugbúnaðarlagið. Kirkjan býður enn  sem komið er ekki upp á neina guði. Hér er lagið flutt af engum öðrum en Helögum IGNUciusi.

Hér er að finna hin eldfornu guðspöll Emacs kirkunnar, sem safnað var fyrir óralöngu, löngu áður en nokkur maður hlaut dýrlingsnafnbót.

Heilagur IGNUcius segir:"Sumum er óskiljanlegt að persóna Heilags IGNUciusar er aðferð Heilags IGNUciusar við að forðast að taka sjálfan sig of hátíðlega"

Aðvörun: Að taka Emacs kirkjuna (eða aðrar kirkjur) of hátíðlega getur reynst hættulegt heilsunni.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Vaff

Vá, ég er rosa mikið að tengja við þig í þessari færslu.

Vaff, 10.4.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband