Hvað er GNU/Linux?

gnu-head-bannerTæknimenntaðir og margsjóaðir tölvumenn reka upp ramakvein vegna skilningsleysis fréttamanns mbl.is á frétt sem hann hefur skrifað upp úr efni frá AP fréttastofunni. Upphaflega fyrirsögnin var eitthvað í líkingu við þetta:  "Linux 5 komið út". Fyrirsögn þessi, sem nú er búið að breyta, fór ákaflega í taugarnar á fólki sem notar og elskar GNU/Linux stýrikerfi. Einnig var talað um Linus Torvalds sem "höfund Linux". Ég bókstaflega heyrði tanngnístran GNU/Linux fólks þegar ég las þetta.

 Hvers vegna pirrar þessi fréttamennska áhugafólk um GNU/Linux svona? Jú, það er vegna þess, að Linux (sem oftast er stytting á GNU/Linux) er Fjáls Hugbúnaður og til í mjög mörgum útgáfum, svo kölluðum dreifingum (e. distributions, distros). Red Hat Enterprise Linux er ein fjölmargra slíkra dreifinga og hvorki sú stærsta né sú útbreiddasta. Aðrar dreifingar sem nefna má eru Debian, Ubuntu, Gentoo, SUSE, Centos og þannig áfram að spýjustokkum.

Þegar fréttamaðurinn segir að út sé komið "Linux 5", og þakkar það framtak Red Hat fyrirtækinu, upplifa ástríðufullir notendur hinna ýmsu GNU/Linux útgáfa að verið sé að eigna Red Hat fyrirtækinu allan heiður af GNU/Linux almennt. Heiður sem á ekki að falla neinu einstöku fyrirtæki eða einstaklingi í skaut. Það er algerlega fráleitt að tala um að einhver einstaklingur sé höfundur GNU/Linux stýrikerfisins eða að eitt fyrirtæki hafi einhverskonar yfirráð yfir Linux, eins og Microsoft hefur yfir Windows.

 Microsoft er einokunarfyrirtæki sem hefur þann tilgang að græða á Windows stýrikerfi sínu. GNU/Linux er hins vegar samstarf velviljaðra einstaklinga og fyrirtæja sem vilja færa stjórn tölvunnar aftur í hendur notandans, úr höndum fyrirtækja eins og Microsoft  og Apple sem kjósa frekar að þjóna hagsmunasamtökum plötu- og kvikmyndaútgefenda en hagsmunum viðskiptavina sinna. 

Linux, sem í þessu samhengi þýðir GNU stýrikerfi með Linux kjarna, er afrakstur samstarfs ótölulegs fjölda fólks sem hefur lagt fram þúsundir mannára af vinnu við kerfið. Linus Torvalds er sannarlega framarlega í þessum flokki, alveg eins og Richard Stallman, Alan Cox og margir, margir fleiri. Linux er Frjáls Hugbúnaður, aðgengilegt öllum, ókeypis, stöðugt,  annálað fyrir öryggi og byggt á fagurri hugsjón frelsis, gagnkvæmrar hjálpsemi og siðmenntaðs viðskiptasiðferðis.

Grundvallaratriði þegar rætt eru um Frjálsan Hugbúnað, eins og GNU/Linux er hugtakið frelsi. Höfundar frjáls hugbúnaðar hafa engan áhuga á að segja notendum hugbúnaðarins fyrir verkum, hvað þeir mega og mega ekki gera við hugbúnaðinn. Microsoft og Apple leggja endalausar lykkjur á leið sína til smíða fallega, gyllta hlekki til að passa upp á að notendur Windows og MacOS steli nú örugglega ekki frá Hollývúdd stúdíóum og plötuútgefendum og öðrum sem skipta máli að mati Microsoft og Apple. Þarfir notandans eru settar aftar í forgang en frekja fjárplógsmanna í Hollívúdd.

Í tilviki GNU/Linux og Frjáls Hugbúnaðar er aðeins tekið tillit til hagsmuna og frelsis notanda hugbúnaðarins. Þinna hagsmuna og þíns frelsis!

Þess vegna pirrar það þá, sem þekkja yfirburði GNU/Linux að sjá sitt elskaða stýrikerfi sett í samhengi sem gerir það að einhverju leyti líkt ófögnuði eins og Windows ellegar MacOS.

Það þarf  að upplýsa fréttamenn mbl.is og aðra áhugasama  betur um Frjálsan Hugbúnað og GNU/Linux, þó ekki væri nema til þess að hlífa grátgjörnu GNU/LInux fólki við svona voðalegum rangfærslum sem eyðileggja fyrir þeim dagana. Ég mun reyna að leggja fram minn skerf til uppfræðslunnar á þessu bloggi.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Var fréttin fjarlægð?

Guðmundur D. Haraldsson, 15.3.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Og svarið er já.

Guðmundur D. Haraldsson, 15.3.2007 kl. 20:06

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hey, loksins þegar þú skrifar nýja færslu Mörður???  Maður hefði nú átt von á einhverju öðru en skrifum um Linux frá þér, ha??

Er þetta ekki svona steríótýpu skrif?  En að lélegri kaldhæðni slepptri, flott skrif.

Baldvin Jónsson, 15.3.2007 kl. 21:42

4 Smámynd: Vaff

Af hverju 1984?

Vaff, 22.3.2007 kl. 15:26

5 identicon

Um  hvað ertu að tala?

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband